föstudagur, 10. október 2008

að naga neglurnar !

ég er með þann leiðinlega ávana að naga á mér neglurnar. það er frekar ömurlegur óvani.
um daginn sat ég í sófanum og var ekki að gera neitt nema bara að naga neglurnar. svo sá ég að það var naglalakk á borðinu sem mér fannst soldið flott á litin svo ég ákvað að prófa það. ég er enginn snillingur í naglaeinhverju svo það var soldið útum allt.. en allavega. þegar þetta var þornað þá fattaði ég það að ég var ekki að naga neglurnar! svo var ég með það í nokkra daga og á þeim tíma nagaði ég ekkert (eða allavega mjöög lítið). það eina sem ég gerði við neglurnar á mér var að reyna að kroppa naglalakkið af (sem virkaði ekkert alltof vel).
en já, semsagt, ég fann það út að ef ég er með naglalakk þá naga ég minna ! þú sem ert að lesa þetta.. ef þú nagar skaltu prófa þetta..kannski er ég bara skrítin að þetta virki, ég veit ekki, en bara allir að prófa :)

nú nenni ég þessu ekki lengur. blessbless

mánudagur, 25. ágúst 2008

úr ferðalaginu..


pabbi, ég, röskva
Originally uploaded by ranstelpa.

þegar ég kom hingað til noregs þá fórum við í ferðalag í suður-noreg.. þetta er ein mynd úr ferðalaginu en það eru fleiri á http://www.flickr.com/photos/ranstelpa/ ...(það er hægt að klikka á myndina til að fara þangað)

sunnudagur, 24. ágúst 2008

ÍSLAND FÉKK SILFRIÐ !! :D

ÍSLAND tapaði fyrir frökkum 28-23 !
franski markmaðurinn var ótrúlegur. hann varði ALLT !! hann var ÓTRÚLEGUR! 

ÍSLENDINGAR GETA VERIÐ STOLTIR !  fengu SILFUR á ÓL ! það finnst mér mjöög vel af sé vikið :D(Y)
til hamingju með SILFRIÐ ! :D

TIL HAMINGJU FRAKKAR.

laugardagur, 23. ágúst 2008

TIL HAMINGJU !!:D(Y)

NORSKU STELPURNAR VORU ÁÐAN AÐ VINNA RÚSSA Í ÚRSLITUNUM Í HANDBOLTA Á ÓL !  ég sá ekki allann leikinn en það sem ég sá var bara frábært. þær unnu 34-27 !!! Markmaðurinn var FRÁBÆR !! þær áttu þetta skilið !
TIL HAMINGJU :D(Y)

föstudagur, 22. ágúst 2008

OG ÍSLAND VANN LEIKINN Á MÓTI SPÁNI !!!!!:D:D:D(Y)

ísland var áðan að vinna spán í undanúrslitum í handbolta á ÓL 36-30!!  þeir keppa á sunnudaginn klukkan 7:45 (á íslenskum tíma) á móti frökkum. vonum það besta :D ÁFRAM ÍSLAND (Y):D


ps. amma dísa, ég get ekki breytt skoðanakönnuninni :(

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

skoðanakannanir

ALLIR AÐ VOTE-A Í SKOÐANAKANNANIR..!
ertu sáttur við skiptinguna á bekkjunum er um þá sem eru að fara í 8.bekk í vogaskóla. hin er fyrir alla sem eru að fara í skólann..:)


mánudagur, 18. ágúst 2008

góða kvööööldið :-)

halló

um daginn (í fyrradag minnir mig) fórum ég og pabbi uppá fjall að labba. við fórum eitthvert,, eitthvert.. og vorum held ég frá svona ca.3-7 (eða eitthvað) það var gaman. það var samt soldið erfitt og mér fannst það soldið langt. á leiðinni heim týndi pabbi ber og svo gerði hann sultu úr þeim (held ég:s)
svo í gær þá man ég ekki allveg hvað við gerðum.. eða jú,, eða neiii..:/ 
en allavega...

já heyrðu, ég er búin að breyta síðunni soldið.. einsog þið (líklega;) ) sjáið..:D
ég ætla að reyna að setja eitthvað meira inná hana og svona en ég bara veit ekkert hvernig þetta virkar allt svo að ég er bara að prófa..

en nú er ég hætt þessu bulli..
ALLIR KRAKKAR SEM ERU AÐ FARA AÐ BYRJA Í SKÓLANUM VOTE-A Í SKOÐANAKÖNNUNINA ! (sérstaklega ef þið eruð að fara í 8.bekk í Vogó)


bææj

laugardagur, 16. ágúst 2008

hellooo :D

Hææjj


núna er ég í noregi..:)
ég er búin að vera á spáni, í ítalíu og þýskalandi í sumar og núna er ég í noregi :D

á spáni vorum við á flottasta hóteli í heimi! það var ótrúlega góður djúsbar og það voru 3 sundlaugar og svo var morgunmaturinn bara SNILLD.  við vorum þar í viku..
svo komum við heim í 1dag og það var fráááááábær dagur :D:D:D:D:D(L)
svo fórum við til ítalíu.. við þurftum að millilenda þar og vorum á flugvellinum í 7-8 klukkutíma... það var ekki gaman. við fórum um nótt svo við sváfum bara þar. svo fórum við til ítalíu og vorum þar ALLLLLLLLLLTOOOF lengi !! í 2 og hálfa viku eða eitthvað !!  
þegar við vorum búin að vera þar í sundlauginni og eitthvað að gera svona lengi... þá fórum við til þýskalands aftur... millilenda.. en við þurftum að gista þar eina nótt og svo vorum ivð heilan dag bara eitthvað að labba í bænum og eitthvað. við fórum í HM og keyptum fullt af fötum, td 3 buxur á mig (mig vantar buxur!) svo þegar við komum aftur á hótelið þar þá vorum við að  taka úr pokunum og setja í töskurnar og þá VANTAÐI buxurnar mínar !! þa' var ööööööömurlegt !

en já svo kom ég heim í nokkra daga... og síðan til noregs :)
ég hlakka soldið til að geta bara verið heima með vinum mínum... og fara í skólann og eitthvað einsog það er uuu....... venjulega hjá mér........ en það er samt ótrúlega skemmtilegt hérna... ég ætla kannski að hitta stelpu sem var með mér í bekk hérna.. :):D

en vóó, nú nenni ég ekki meira.......;)

bææjjjó(L) :D

laugardagur, 12. júlí 2008

a spani :)

haehae

eg er a spani :)
geggjad gaman. er a geeeeeeeeedveiku hoteli !
thad er riiiiiiiiisa stort og thad eru allavega 3 sundlaugar herna ! svo er strondin bara herna fyrir nedan. annars er ekkert her..
morgunmaturinn a thessu hoteli er snilld. thad er haegt ad fa ser braud med engri skorpu og sukkuladismjori a ! thad er lika jogurt og musli og allt svoleidis og svo er lika haegt ad fa ser ponnukokur...........
en allavega er thetta geggjad.
eg kem heim a midvikudaginn og svo er eg ad fara til italiu... svo kem eg aftur heim og fer sidan til noregs :D

segjum thetta nog i bili.. eg kann ekkert a thetta lyklabord og timinn minn fer ad ferda buinn.. meira seinna ;) baee

þriðjudagur, 1. júlí 2008

dag, gær, eitthvað

ég er ógeðslega leið núna.. ég fékk nuddsár áðan og það er ógeðslega vont. við fórum í reiðtúr og eftir svona hálfan reiðtúrinn þá var ég að drepast í fótunum. ég kíkti á fæturnar á mér og á öðrum fætinum var byrjað að blæða! og á báðum var geeeeeðveikt stórt nuddsár. ég hélt aðeins áfram en ég gat það bara ekki.. mér var svo illt í fótunum. hesturinn sem ég var með heitir Doppa og er algjör frekja. ég skipti um hest við eina stelpu og Þórdís hélt í tauminn hjá mér á leiðinni til baka (þetta var reyndar hringur). ég þurfti að klemma hnjánum saman og halda í hnakkinn. það var ekki þægilegt. það er held ég betra að detta af baki en að fá svona nuddsár! ég prófaði líka að detta af baki í gær.. það var frekar vont en ekkert miðað við þessi sár sem ég fékk í dag. hesturinn sem ég var á í gær er geðveikt góður. ég var á honum líka á föstudaginn. en já, hann missteis sig og ég datt á hliðina. ég veit eiginlega ekki allveg hvað gerðist.. sá það ekki. en stelpurnar sem sáu það sögðu að hann hefði farið of hátt með fæturna, stigið einhvernveginn vitlaust, misstigið sig og þá datt ég.. (við vorum að fara á stökk upp brekku). þarna fékk á sár á olgnbogann og er bólgin þar og á fætinum og eitthvað.
æjj.. ég vona bara að það verði í lagi með mig á fimtudaginn og föstudaginn (allavega föstudaginn því þá erum við að fara að sýna).

en hey, pabbi og Röskva eru að koma á morgun =D ég get ekki beðið !! :D


en nú ætla ég að fara að hætta þessu,.. bæjj

þriðjudagur, 24. júní 2008

reiðnámskeið, dans..

Hello

ég nenni ekki að lýsa 17. júní neitt rosalega vel en þið fáið þetta svona.. vaknaði - borðaði og allt það - blebleble.. - fórum niðrí bæ - hittum einhverja vinkonu mömmu og dóttur hennar (óvart) - fórum á arnarhól (eða hvað sem það heitir..) og hlustuðum á "tónleika" - eitthvað - man ekki - fórum heim. það var engin flugeldasýning.. við rugluðumst á dögum :s

ég er ekki í bloggstuði en ætla samt að segja smá frá reiðnámskeiðinu sem ég er á og dansinum..

ég er á reiðnámskeiði sem byrjaði í gær.. þá var ég á hesti sem hét Frekja og var algjör frekja. við vorum 2 og 2 saman með hest.. (bara stelpur í hópnum mínum). ég var með stelpu sem er 16 ára og hún er mjög skemmtileg :) í dag var ég með hest sem heitir Gæfa. hún var fín en gar verið soldið þrjósk..
og dansinn,.. hann var löngu byrjaður (eða allavega nokkrir tímar búnir) og ég mætti í 1 sinn í gær og á meg byrjum við á nýjum dansi því að hinn var að klárast.......

ég er svo ekki í bloggstuði núna... blogga seinna þegar ég er í stuði.... bæ

þriðjudagur, 17. júní 2008

þjóðhatíðardagur íslendinga.. 17.júní :)

Hæjj :D

í dag er 17.júní = þjóðhátíðardagur íslendinga :)
það er geðveikt gott veður hérna (allavega í rvk) og það er vonandi góð stemning niðrí bæ. ég ætla samt ekki strax niðrí bæ.. ég ætla að fara fyrst í sturtu og svo förum við held ég bara einhverntímann seinni partinn niðrí bæ og horfum á einhverja tónleika eða eitthvað. svo má maður auðvitað ekki missa af flugeldunum ;)

en já, ég ætla líka að blogga pínu um bæinn :)
það er uppáhaldsstaðurinn minn núna :D
ég fer geðveikt oft á bókasafnið og skoða geisladiskana. tek strætó niðrí bæ, fer á bókasafnið að skoða diskana og labba svo í gegnum bæinn og á hlemm og tek strætó til baka..
það er geeðveikt skemmtilegt, en bara eitt sem ég skil ekki.. afhverju nennir aldrei neinn með mér..? eða þeir sem ég er búin að spyrja segja allir bara "nei, mér finnst ekki gaman í bænum" eða eitthvað svoleiðis. ég var búin að fá svona svör nokkrum sinnum.. þangað til að ég spurði Haffa hvort hann nennti með mér :) þá sagði hann bara "já :)". þið getið ekki ýmindað ykkur hvað ég varð glöð :D ég varð bara einn stór broskall xD

en núna ætla ég að hætta þessu og blogga bara seinna um það hvað ég gerði í dag (17.júní)
bæjj

þriðjudagur, 10. júní 2008

HUGMYNDIR !!

já.. ég er ekki að fara að blogga, en mig vantar hugmyndir fyrir síðuna...
Ef ykkur dettur eitthvað í hug endilega commenta hér á þetta blogg eða senda mér tölvupóst eða bara eitthvað....

blogg

ég hef ekkert að blogga um en mig langar að blogga og þessvegna ætla ég að segja ykkur að ég hef ekkert að blogga um og á kannski ekki eftir að blogga í einhvern tíma svo að ekki búast við bloggi alveg strax.........

fimmtudagur, 5. júní 2008

sumarfrí :D

Jæja. Núna er skólinn búinn. Loksins erum við búin í 7.bekk. Mér fannst 7.bekkur ekki skemmtilegur.. vona bara að það verði skemmtilegra á næsta ári,, þá förum við í 8.bekk og það verður eitthvað geðveikt ruglingslegt kerfi. Við eigum að vera einn bekkur eða eitthvað en 2umsjónarhópar og svo verðum við í 100 hópum þannig að við eigum að vera með öllum stundum og eitthvað......æjj, ég skildi þetta ekki svo ég ætla ekki að reyna að útskýra það..:s
En við erum komin í sumarfrí :D
ég hef ekki hugmynd um það hvað ég var að blogga um og ég ætla ekki að skrifa meira bull í bili svo að bara blesssss...

þriðjudagur, 3. júní 2008

Vorferðin :-)

Ég er nýkomin heim úr VORFERÐINNI okkar. Við í 7.b fórum í Friðheima til einhvers bónda og þar fengum við að sjá hestasýningu, fara á hestbak og borða tómata :)

Fyrst komum við í skólann, svo fórum við útí rútu, svo keyrðum við í svona einnoghálfan klukkutíma, svo komum við í Friðheima og fengum að sjá hestasýningu, við fórum á hestbak og borðuðum nestið okkar, síðan fórum við í gróðurhúsið og fengum að vita hvernig tómatar eru ræktaðir, við fengum að smakka tómatana, og síðan fórum við aftur í rútuna og keyrðum heim.

Þetta er svona nokkurnvegin það sem við gerðum í VORFERÐINNI :D


svo á morgun förum við í TBR og "kveðjumst á fallegan hátt". koma með "eitthvað fyrir alla" (einsog Berglind sagði held ég) og við megum koma með gos.
síðan á fimtudaginn eru SKÓLASLIT!! jessss!

rán.




ps. Mig Vantar Músik!! :(

mánudagur, 2. júní 2008

Sumarfrí..

Loksins loksins...


allveg að koma sumarfrí!

þriðjudagur - vorferð
miðvikudagur - "kveðjast á fallegann hátt" eða eitthvað
fimtudagur - SKÓLASLIT

og ég hef ekkert að blogga um svo að ég nenni þessu ekki..:)


fimmtudagur, 29. maí 2008

JARÐSKJÁLFTI !!

Þessi líka rosalegi jarðskjálfti sem líklega langflestir fundu fyrir var núna í dag, fimmtudaginn 29.maí 2008, klukkan 15:45, var 6,1 stig á Richter og átti upptök sín suðvestur af Selfossi. Það eru eiginlega bara fréttir um þetta núna og ég ætla að setja soldið af linkum hérna fyri þá sem hafa áhuga..

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/jardskjalfti_vid_ingolfsfjall/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/afar_oflugur_jardskjalfti/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/hrundi_ur_ingolfsfjalli/

http://visir.is/

http://mbl.is/mm/frettir/


þarna er hægt að finna fullt af fleirum fréttum líka... endilega tékka :)

Mér brá hrikalega. Ég var ein heima og var nýbúin að lesa um jarðskjálfta á Selfossi, en ég nennti ekki einusinni að lesa alla fréttina. Svo þegar ég fann sjálf fyrir honum, rétt eftir að ég las næstum frétt um þetta, þá brá mér ógeðslega! Ég hélt að þetta hefði verið ýmindum í mér en svo hringdi amma Dísa og mamma í mig og eitthvða og þá var ég allveg viss um að þetta hefði ekki bara verið ég. Húsið mitt hristist allveg og ég er eiginlega ennþá í svolitlu sjokki, mér brá svo rosalega mikið!!

Og svo er sagt að það gæti komið annar!... ég held að ég bloggi bara meira um þetta á morgun..eða eitthvað.. Sjáumst :D

sunnudagur, 25. maí 2008

Dima Bilan og skautarnir unnu..;)

Eurovision..:

Lögin komu í þessari röð.. í úrslitakeppninni í Belgrad 24.maí 2008


Nr.LandLagFlytjandi
1RúmeníaPe-o Margine De LumeNico & Vlad
2BretlandEven IfAndy Abraham
3AlbaníaZemrën E Lamë PengOlta Boka
4ÞýskalandDisappearNo Angels
5ArmeníaQele, QeleSirusho
6Bosnía HersegóvínaPokušajLaka
7ÍsraelThe Fire In Your EyesBoaz
8FinnlandMissä Miehet RatsastaaTeräsbetoni
9KróatíaRomancaKraljevi Ulice & 75 Cents
10PóllandFor LifeIsis Gee
11ÍslandThis Is My LifeEuroband
12TyrklandDeliMor ve Ötesi
13PortúgalSenhora Do Mar (Negras Águas)Vânia Fernandes
14LettlandWolves Of The SeaPirates Of The Sea
15SvíþjóðHeroCharlotte Perrelli
16DanmörkAll Night LongSimon Mathew
17GeorgíaPeace Will ComeDiana Gurtskaya
18ÚkraínaShady LadyAni Lorak
19FrakklandDivineSébastien Tellier
20AserbaídsjanDay After DayElnur & Samir
21GrikklandSecret CombinationKalomira
22SpánnBaila El Chiki ChikiRodolfo Chikilicuatre
23SerbíaOroJelena Tomaševic feat. Bora Dugic
24RússlandBeliveDima Bilan
25NoregurHold On Be StrongMaria



og svona voru úrslitin


1.
Rússland 272
2.
Úkraína
230
3.
Grikkland
218
4.
Armenía
199
5.
Noregur
182
6.
Serbía
160
7.
Tyrkland
138
8
Aserbaídsjan
132
9.
Ísrael
124
10.
Bosnía-Hersegóvína
110
11.
Georgía
83
12.
Lettland
83
13.
Portúgal
69
14.
Ísland
64
15
Danmörk
60
16.
Spánn
55
17.
Albanía
55
18.
Svíþjóð
47
19.
Frakkland
47
20.
Rúmenía
45
21.
Króatía
44
22.
Finnland
35
23.
Þýskaland
14
24.
Pólland
14
25.
Bretland
14


Dima Bilan vann fyrir Rússland í ár, 2008, með 272stig. Við íslendingar urðum í 14sæti með 64stig! Mér er eiginlega allveg sama,, vegna þess að við vorum ofar en svíþjóð. mér fannst hún ekki hafa átt að koma aftur og keppa...bara lúðalegt að mínu mati.

Ég kaus ekkert.. og það voru nokkur lönd sem ég "hélt með".


Ég fann listana og soldið af upplýsingum á http://www.ruv.is/heim/vefir/eurovision/ . þar getiðið séð meira um keppnina...

laugardagur, 17. maí 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna !!

Þjóðhátíðardagur Norðmanna, Nygård Skole, fleira..?



Þjóðhátíðardagur Norðmanna:
Í dag, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Norðmanna !
Það er örugglega ógeðslega gaman hjá fólkinu þar núna. Það var allavega geðveikt skemmtilegt í Bergen fyrir ári síðan. Þá var ég í Bergen í Noregi í skóla sem heitir Nygård Skole (frábærasti skóli í heimi!!). Við fórum í skrúðgöngu sem fór útum allt (næstum) og það var fullt af fyndnu fólki þar :) Svo fórum við aftur uppí skóla og vorum í leikjum og allskonar :D Síðan um kvöldið, var flugeldasýning. Það var ótrúlega flott. Ég og pabbi fórum uppá Fløyen (sem er fjall) og horfðum NIÐUR á flugeldana! :) Þetta var ótrúlegur dagur, og hann er örugglega líka skemmtilegur núna..:D

Nygård Skole:
Frábærasti skóli sem ég hef verið í er Nygård. Ég var þar í 3mánuði í fyrra og var með frábærum krökkum í bekkjum. Þau voru ótrúlega skemmtileg og góð og bara æðisleg. Ég sakna þeirra ótrúlega mikið :'(
Ég tala samt soldið við þetta fólk ennþá inná Msn og vona að ég geti hitt þau einhverntíman þegar ég fer til Bergen aftur :D

Fleira..?:
Krakkar í Vogaskóla (eða bara fólk sem ég þekki), ég ætla ekki að spyrja eftir fólki sem spyr ekki eftir mér! Ef þið viljið að ég spyrji stundum eftir ykkur veriðið að spyrja stundum líka eftir mér...ég nenni ekki að standa í því að vera alltaf að spyrja eftir öllum og sitja svo bara heima á rassinum þegar ég nenni ekki að fara til allra eða hringja!!
Takk fyrir mig.

fimmtudagur, 15. maí 2008

Sumar :-)

Jesss!
Núna er sko komið sumar hjá mér:D (allavega svona næstum). Ég var að lesa fréttir á mbl.is og þá fann ég fréttir um það að það værið allt að 17stiga hiti í dag og það var einhverri götu lokað útaf góða veðrinu :D

Við fengum að læra úti í skólanum í dag,.. í eðlisfræði. Við fengum að fara út að lesa en það var svo ógeðslega heitt úti líka að við vorum að bráðna!

Svo í gær þá var ég að leika við Benna, Arnar og Hauk og vorum að "vökva garðinn hans Benna" og þá þurftu þeir náttúrulega líka að vökva mig. Ég var Rennandi-blaut! Svo þurfti ég að fara heim að borða, en þegar ég kom heim þá fékk ég að vita það að ég gæti verið úti í klukkutíma í viðbót. Þá fór ég í aðrar buxur (mínar voru ennþá rennandi) og svo hljóp ég aftur út, náði í Sunnu ogvið fórum til strákanna. Haukur var farinn en Benni og Arnar voru í vatnsstríði með Haraldi (Arnar og Benni á móti Haraldi). Ég og Sunna fórum að fylla flöskur fyrir þá og eitthvað..:) Svo þurfti ég að fara :(

Við borðuðum úti á svölum þegar ég kom heim og svo fórum við útí ísbúð og síðan fór ég með mömmu á æfingu hjá Norðlingaskóla :D

Jámm... þetta er held ég byrjunin á sumrinu á Íslandi :-)
Kveðja,
rán,, sem er komin í eurovision-stuð ;):')

miðvikudagur, 7. maí 2008

Afhverju ?

Það er fólk með mér í bekk (og líka fleiri held ég) sem finnst ég ömurleg. Þetta fólk getur hins vegar ekki látið mig vera. Ef ég er svona ömurleg afhverju lætur þetta fólk mig þá ekki bara vera ?!? Annað hvort þarf þetta fólk að hunsa mig eða þá að það er ógeðslega leiðinlegt við mig og lætur mig ekki vera. Hvað hef ég gert ykkur ? Hvað hef ég gert til þess að þið hafið einhverja ástæðu til að HATA mig ?? Ég er örugglega ekkert ógeðslega saklaus en það er fólk sem hatar mig útaf engu. Ég veit til dæmis um eina manneskju (sem ég ætla ekki að nafngreina) sem hatar mig mjög bókstaflega en getur ekki sagt mér afhverju. Þessi manneskja getur ekki látið mig vera. Þarf stanslaust að tala við mig og segja mér hvað ég sé ömurleg eða hunsa mig. Hvernig nennir fólk þessu ?? Ef þið hatið einhvern látið hann þá bara vera í staðinn fyrir þetta. Takk fyrir.

sunnudagur, 4. maí 2008

Stjörnuspár..

Góða kvöldið :D (sem er reyndar ekkert sérstaklega gott...)
Núna ætla ég að blogga um stjörnuspár..:D

Þú getur farið inná http://www.mbl.is/mm/folk/stjornuspa/ og fundið þar stjörnuspánna þína. Svo er líka hægt að kíkja í flest blöð sem þú færð send heim, þar eru oftast stjörnuspár svona frekar aftarlega. Þetta hérna er stjörnuspáin fyrir Vogina þann 4.mars 2008: VOG 23. september - 22. október Að skilja eitthvað eftir sig felst ekki í því að vera í flottum fötum, segja eða gera það rétta. Það sem skipir máli er að vera til staðar, þegar og þar sem þín er þörf.
Og þetta er Sporðdrekinn: SPORÐDREKI 23. október - 21. nóvember Ekki láta hendur fallast þótt þú sért umkringdur fráhrindandi fólki. Notaðu ástríðuna þína. Einbeittu þér að því að láta allt ganga upp.
Þetta er allveg rétt (allavega um Vogina).

Ég verð að segja það að þetta er ótrúlegt. Ég get ekki trúað því að þetta sé tilviljun því að það hefur gerst svo oft,.. bara næstum alltaf þegar ég les stjörnuspánna (sem er nánast á hverjum degi) þá er það rétt.
Benni, þetta blogg er eiginlega til þín afþví að þetta er svo hárrétt,.. Ég pæli ekki mjög oft í stjörnuspám annarra merkja en ég gerði það núna og bara,.. ég er orðlaus. Þetta er fáránlegt! Og þetta: Það sem skipir máli er að vera til staðar, þegar og þar sem þín er þörf. , þetta er mjöög satt! :D

Sjáumst..

laugardagur, 26. apríl 2008

'is :)



eg og egill'02 forum ut i isbud adan og keyptum okkur is.. vid forum a linuskautum og thegar vid vorum ad fara heim tha missti egill isinn sinn! bara rett fyrir framan isbudina. vid forum bara heim og egill fekk frostpinna..nuna er hann ad horfa a mynd i tv-inu og eg i tölvunni :D
heg ekkert ad blogga um svo ad eg ætla ekki ad fara ad bulla...(thid myndud ekki nenna ad lesa thad)
en ju, thedda er blogg numer 101 (held eg)

og eg er hætt ad bulla :)
bæjj

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Gleðilegt sumar !

Góðan daginn og gleðilegt sumar :D

Þessi fyrsti sumardagur var mjöög sumarlegur...ský og rigning og allskonar bull..
Ég og Sunna fórum í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn og vorum bara að labba útum allt og við sáum Rakel og Katrínu, og Pj, Tómas, Sólbjörtu og SunnuDís, og svo fullt af öðrum krökkum og fólki sem við þekktum.. Við fórum í Skipið og vorum að leika okkur þar og Pj og Atli voru líka þar. Pj ætlaði að fara að klifra upp einhvern kaðal eða eitthvað sem var að brotna en ég og Sunna vildum ekki leyfa honum það svo að við vorum soldið lengi þar að reyna að fá hann til að hætta við það..(virkaði ekki allveg, en við sáum hann allavega ekki detta og slasa sig í þessu)
Svo kom þessi rigning og þá nenntum við ekki að vera þarna lengur og fórum bara heim..

hef ekkert meira að segja í bili en endilega commenta á bloggin hér fyrir neðan,, Strætó-söguna og bloggið þar fyrir neðan...( þ.e.a.s. ef þið hafið tíma til að lesa það fyrst;) )
rán

miðvikudagur, 23. apríl 2008

Strætó-saga =)

Hæjj


Í gær fór ég í strætó.. ég ætlaði að fara í Kramhúsið og var búin að fara á netið og leita að strætó sem ég gæti tekið þangað (fyrir þá sem ekki vita þá er Kramhúsið niðri í bæ). Ég fann ekkert á netinu,... ekki einusinni á www.bus.is ! En ég lagði svo af stað klukkutíma fyrir dansæfinguna sem ég var að fara á (í Kramhúsinu,, var að byrja xD). Þegar ég horfði á strætóinn sjoppumegin fara framhjá ákvað ég að fara bara í strætóskýlið mín megin og skoða kortið þar. Ég skoðaði og skoðaði en skildi ekki neitt! Svo kom strætóinn og ég tók hann. Þegar við vorum að koma að Kringlunni fór ég og talaði við strætóbílstjórann og spurði hann hvert hann færi. Hann sagðist geta verið allveg 2tíma að útskýra það fyrir mér og að það væri bara betra fyrir hann að vita hvert ég væri að fara. Ég sagðist vera að fara niður í bæ. Þá fór hann að hlægja að mér!! Hann sagði mér að fara bara út þarna (hjá Verzló) og taka 13 Kringlu-megin (ég fór fyrst í 14). Svo sagði hann mér líka að hann færi allveg niðrí bæ, en hann ætti eftir að fara aftur í gegnum Vogana fyrst ! Þannig að ég fór út og tók 13 með örugglega öllum krökkunum úr Verzló. Svo héldum við áfram og fórum framhjá MH. Þar komu líka allir krakkarnir inn ! ..Svo fór strætóinn áfram og framhjá Kjarvalsstöðum, Hlemm og svo þegar hann var kominn að Þjóðleikhúsinu fór ég út. Ég sá að klukkan mín var 20eða15mín í svo ég hafði nægan tíma til að koma. Ég labbaði aðeins á Laugarveginum (í kannski 3mín :'D) og fór svo í Kramhúsið á æfingu. Svo kom mamma og náði í mig og við fórum á bókaútgáfu...eitthvað :)

sunnudagur, 20. apríl 2008

ballið, helgin, skólinn,, próf!

Hæjj..


ég ætla að segja ykkur hvernig ballið var, helgin mín, aðeins frá skólanum og um öll þessi próf sem við erum látin taka.. ég ætla að byrja á ballinu

skomm, okkur í 7.b var boðið á þetta ball með elstastiginu. elstu krökkunum í 8.-10.b finnst við í 7.b ömurlega óþroskuð og bara frekar leiðinleg svo að þau ætluðu bara að koma þegar það var búið að reka okkur út..(við fengum bara að vera á hálfu ballinu eða eitthvað) en já, semsagt ætluðu þau bara að koma þegar við vorum farin. það gerðu þau reyndar ekki, það komu fullt af krökkum en þau fóru ekki að dansa eða neitt nærriþví strax. en þegar þau voru loksins komin þá var allveg gaman og svona..það var það reyndar líka þegar þau stóðu bara og gláptu á okkur einog við værum fávitar.. Mér fannst þetta besta tónlistin á balli, en ekkert spees ball..bara svona fínt :) en það er náttúrulega bara ömurlegt að við fáum ekki fleiri böll :(


helgin mín var fín..
Diljá lil-sys kom og við erum öll búin að vera ógeðslega mikið á línuskautum :) það er bara einn galli við það..: línuskautarnir sem ég var á, mömmu skautar, eru AlltOfLitlir á mig:( þeir eru heilum 2númerum og litlir og Kremja fæturna mína ! mæli ekki með því að vera á litlum línuskautum.. . en svo er ég líka búin að hitta fullt af skemmtó krökkum, t.d. : Benna, Arnar, Sunnu, Sollu og fleiri.. :D
Ég og Egill'02 og Diljá'97 fórum líka í bíó á einhverja mynd um kall sem er að leita að einhverjum fjársjóði og eitthvað..kannski ekki beint mynd fyrir 6ára krakka en ég held ég Agli hafi fundist hún skemmtileg. ég hef ekki hugmynd um það hvað þessu mynd heitir..bara eitthvað gull eða eitthvað..( aukaatriði;) )


Skólinn..:
hann er oftast ágætur, stærðfræðin er í efsta sætinu og helvítis smíðin í LangLangLangLang seinasta sæti !! en núna á náttúrulega að breyta hjá okkur.. alltaf verið að breyta og bæta við reglum! það er orðið soldið pirrandi. núna er búið að raða okkur í sæti og við fáum bara ekkert að segja um það! ég sit við hliðina á hönnu í öllum tímunum. svo á að skrá ALLT sem við gerum og segjum niður ! Afhverju setja þessir kennarar ekki bara myndavélar inní allar stofurnar sem við notum ?!? Við eigum núna að fá punkt fyrir allt þannig að við gætum verið komin með 1.000.000 punkta og vitum ekkert afþví !! (eða jú, þá væri búið að fá fullt af allskonar köllum inní þetta mál og við værum líklega í einkakennslu eða eitthvað rugl!).


en svo þetta með prófin..
við í mínum bekk erum búin að vera í að minnstakosti 1.000.000.000prófum í seinustu viku og svo verða líka 1.000.000.000próf í næstu viku.. það er samasem 2.000.000.000próf á 2vikum! Til hvers erum við að taka þessi próf ?!? Einhversstaðar heyrði ég að kennarar væru að láta okkur taka próf til að þurfa ekki að kenna okkur..veit ekki allveg hvort ég sé sammála því en það gæti samt verið..hjá sumum kennurum!
Næsta próf sem ég þarf að fara í er á mrg. Landafræðipróf !!
Ooog já, gleymdi einu. Það er ömurlegt fyrir þá sem eru ekki góðir í íþróttum að þurfa að taka próf í því!! Það eru sumir góðir í íþróttum og aðrir eru ömurlegir!! Það á Ekki að láta fólk sem hefur engan áhuga á íþróttum taka eitthvað próf í því ! Allt öðruvísi með stærðfræði eða íslensku.. það er eitthvað sem maður þarf að kunna eitthvað í.


Þetta var semsagt....."mín skoðun" á þessu..
bæjj

þriðjudagur, 15. apríl 2008

HipHopBall !

Ég er ekki að trúa þessu !! (eða jújú,,)
Okkur í 7.bekk var boðið á HipHopBall hjá elsta-stiginu !
Þetta ball á að vera á fimmtudaginn klukkan...eitthvað...,....en já, ég vil sko Ekki missa af þessu !! 200kall inn..(held ég) og ég vona bara að 7.bekkurinn verði ekki algjör fífl einsog stundum og jamm...ég reyni allavega að mæta xDxD
en áður enn þetta ball er þá verð ég líklega á HipHopDansÆfingu...svo að fimtudagurinn verður HipHopDagur xD

rán,...xD

föstudagur, 11. apríl 2008

blee..

nú er ég frekar óánægð með svokallaða vini mína !
ég var búin að spyrja skriljón sinnum eftir nokkrum í dag og alltaf bara Neii, eða Er að fara þangað, eða þá að fólk svarar ekki í síma og er ekki heldur á Msn...(sem er nýtt !)
svo setti ég næstum met í að fara í gegnum skólalóðina áðan !! ég fór nokkrum sinnum þangað og einu krakkarnir sem voru þar voru 5.bekkingarnir.. en ég talaði aðeins við þá og svo fór ég að láta mér leiðast á bókasafninu !! svo þegar ég var búin að lesa eitthvað bull þá fór ég aftur útá skóla og þar voru 5.bekkingarnir aftur og Viddi, Þór, Egill og Aron. ég fór eitthvað að tala aðeins við þá og svo komu Benni, Haffi og Solla skokkandi og hjólandi í gegnum lóðina og höfðu ekki einusinni fyrir því að heilsa !! Þetta er hrein móðgun ! svo var ég bara eitthvað að tala við strákana og svo fór ég nú bara aftur heim.
Ég nenni ekki að vera að standa í því að tala við fólk sem nennir ekki að heilsa manni.. ! bara sé ekki tilganginn með því.

nú ætla ég að hætta að pína ykkur með leiðinlegum bloggum með von um að fólk fari að heilsa !

ballið..

strandaballið var fínt :) soldið of mikið rapp en annars bara fínt :D
ég var einsog fáviti með kútana mína og fötu og eitthvað en ég veit ekki hvort ég náði takmarkinu mínu (að vera mesti fávitinn í 7.bekk)..en ég vona það samt xD
bara,, jámm, fleiri böll og skemmtanir og þá verða allir glaðir og ánægðir :D

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Ball á mrg :D

Hey, allir að mæta á ballið á mrg xD

(hef ekkert að blogga um og býst ekki við því að það lesi þetta einhver :D..)

bæjj, en mæta samt á ballið :D

föstudagur, 4. apríl 2008

hæ..:/



búin að vera í geggjuðu stuði...eða úti með vinum mínum og tyggjóinu en Ekki heima hjá mér!! það er ekkert að gerast þar og ég vil bara vera úti að leika mér og eitthvað bull. þoli ekki að þurfa að hanga heima að gera ekki neitt og þá verð ég bara pirruð! og þá er ég ömurlega leiðinleg!!!! þannig er ég núna svo að ég segi bara BÆ!!

fimmtudagur, 3. apríl 2008

gultextratyggjó og fullt af skemmtilegum krökkum :D



þetta er búinn að vera FRÁBÆR byrjun á mánuði xD mjöög fullkomið :D
1.apríl var ég úti allan daginn með Arnari og Sunnu, 2.apríl þá var ég allan daginn með Benna, og 3.(ídag) þá ætlaði ég út í fótbolta með fullt af krökkum en fann krakkana sem rannsaka veggjakrot og var að fríkaút með þeim x) svo fór ég ég fann fleiri krakka eftir mat og sonna :D svo þarf ég líka að þakka GuluExtraTyggjói fyrir að halda mér í stuði,, Benna, Arnari, Sunnu og fleirum fyrir að vera frábær og svo Rögnu fyrir að vera besti kennari í heimi :D TakkTakk:D

en núna er bara spurningin hvort að restin af mánuðinum verði skemmtileg....það er náttfatadagur á mrg í skólanum og svo í næstu viku er ball og ég vona að þetta verði skemmtilegt :D ég held samt að ég þufi að breytast í bjartsýnustu manneskju í HEIMI til að halda að allur mánuðurinn verði svona frábær...

GultExtraTyggjó, passaðu þig....;)



Bæjj :D og takk krakkar..(og tyggjó)

miðvikudagur, 2. apríl 2008

Ammælisbarn xD

Hæjj :D

Í dag, 2.apríl, á Røskva litla systir mín afmæli :D
Til hamingju með afmælið elsku dúllan mín ..xD

Til hamingju Røskva :D

þriðjudagur, 1. apríl 2008

takk Arnar og SunnaRut xD




vil bara þakka Arnari og SunnuRut fyrir að bjarga deginum mínum :D

það var nefnilega þannig að ég var svo lónlí að ég ákvað að fara út að gá hvort að einhver væri úti.. ég fann engann svo að ég fór til Sunnu og spurði hvort hún gæti leikið, hún gat það og svo fórum við út á skóla og hittum Arnar. haukur, viddi og haffi voru líka úti á skóla en þeir fóru eftir smá stund. ég og Arnar og Sunna vorum þá bara eitthvað að leika okkur og það var geggjað gaman xD svo þurfti ég að fara heim að borða og þá var mamma að elda grjónagraut í ofninum!! en þá fór ég aftur út og átti svo að fara að ná í egil og gerði það og fór svo bara heim með hann og við borðuðum grjónagrautinn sem var bara fínn :).....og núna er ég að blooogga :D


bæjj,, og takk aftur Arnar og SunaRut fyrir æðislegan dag xD

frábæri ömurlegi dagurinn!



í dag var mjöög spes dagur.....
hann byrjaði geðveikt vel og ég var svo viss um að hann yrði geðveikt skemmtilegur :D
en svo auðvitað í seinni frímínútunum þá vorum við búin að vera að leika okkur eitthvað í fótbolta og það var geðveikt gaman þá kemur auðvitað 2.bekkur með kennara og rekur okkur útaf afþví að þau áttu völlinn. þá förum við á hinn völlinn (við áttum hann) og þar eru 5.6.7.bekkur (allavega6.7.) og þau fara að keppa og eyðileggja alla stemninguna!!
ég vil fara bara í bekkjó og vera með hinum bekknum í liði!! þá er ég mjöög sátt :D
en ég var ekki sátt við að dagurinn væri eyðilagður svona! (+ ógeðslegur matur! ojj...eitthvað mjög skrítið pasta)

en jámm....ég er að pæla í að fara núna niðrí bæ á bókasafnið (eða bara á mrg eða eitthvað).......hætt að kvarta..

föstudagur, 28. mars 2008

Jakvætt blogg (Y)

Já. Þetta var frekar skrítinn dagur hjá mer í dag ..:s
en ég get ekki bloggað um hann því að það er ekki jákvætt
svo að ég blogga jákvætt þegar ég hef eitthvað jákvætta að segja..
blesssss

miðvikudagur, 26. mars 2008

ferðasaga....eða svoleiðis..

Hæjj..


það varð: bíll-fluvöllurinníBergen-fluveltilOsló-fluvöllurinníOsló-fluveltilÍslands-fluvöllurinnáÍslandi-bíll-pizzahut-bíll-heimahjáömmu

  1. keyra á fluvöllinn
  2. fluvöllurinn, þar spiluðum ég og pabbi fullt :D
  3. fluvel til Osló, þaðvar svona ca.40mín flug...allveg ágætt :) skemmtilegt útsýni
  4. fluvöllurinn í Osló, þar var ég sett í Ummaherbergið og ég kubbaði,teiknaði, og hlustaðiá iPodinnxD
  5. fluvel til Íslands, það fannst mér vera alltof langt flug, en það voru 3aðrir ummar og ég talaði aðeins við þá :) ágætt útsýni
  6. fluvöllurinn á Íslandi, þar tók einhver kona við okkur og fór meðokkur útumallt og eitthvað bull..:s AmmaÁsta og AfiGunni tóku á móti mér þar :)
  7. keyra til rvk....ekki mjög gaman
  8. pizzahut...ég og amma fórum inn og pöntuðum pizzu, biðum eftir henni...
  9. ...keyra heim...
  10. ...til ömmu, og þar er ég núna að tala við krakkana á Msn, og vona að ég fái aðfara út að hitta þau á eftir!!

sjáums allavega á morgun í hundfúlaskóla krakkar.......

bara láta vita ;)

ÉG ER Á ÍSLANDI...(fyrir þá sem ekki vita)

fluvel....

Hæmm

núna er ég að fara bráðum í..bíl-fluvöll-fluvel-fluvöll-fluvel-fluvöll-rvk!! 
Reyni að blogga þegar ég er komin xD

á eftir að sakna ykkar í Noregi :( vonandi get ég komið fljótt aftur xD

þriðjudagur, 25. mars 2008

"Ránaflugvélin"


DSC01956
Originally uploaded by ranstelpa.

Þetta er semsagt svokallaða "ránaflugvélin" :D Ef þið farið inná www.flickr.com/ranstelpa/ (eða klikka bara á ranstelpa linkinn hér fyrir ofan) þá getiðið séð fleiri myndir af fluvélinni og af "ránsveppnum" og öllum grýlukertunum mínum :D oog...bara fullt af fleiri myndum xD

Bull :-)

Hæmm :-)


Núna langar mig að bulla aðeins :D Þannig að þú þarft virkilega ekki að lesa þetta ef þú nennir ekki að lesa bull xD

En jámm...ég var áðan að taka myndir af "Ránaflugvélinni" og "ránsveppnum" líka :D ránsveppurinn var byggður af Röskvu og hún skírði hann. En já, ég tók líka myndir af grýlukertum og það bloggið kemur á eftir eða eitthvað :D ( núna eigiðið að verða ógeðslega spennt skoo;) haha..) Ég fór núna bara réttáðan út að taka myndir fyrir bloggið og ég tók líka myndir þegar ég var að labba úti búð fyrir pabba :) Svo að þetta er búin að vera allveg ofboðslega erfið vinna (uhhumm....Not)  Síðan rennd ég mér á sleða niður aftur þegar ég var búin að fara upp að taka þessar líka fínu myndir :) Þetta bull er ekki allveg að virka svo að ég bara nenni þessu ekki :(  Komið ykkur bara inná Msn og talið við mig þar!! ( svo finnst mér líka geðveikt gaman að fá tölvupóst;) ) En núna er ég hætt þessu rugli og ætla að fara að gera myndirnar klárar fyrir bloggið :D

Sjáumst (L)

Snjór..:(

hæpps

nú er ég orðin soldið leið á snjó!! hér er alltof mikill snjór (finnst mér), og svo fer hann örugglega með mér til íslands líka!! Ohh...ég nenni þessu ekki..sjáumst!

mánudagur, 24. mars 2008

tólf............

Hér er bloggið um að vera 12ára............

Skomm,, mér finnst allveg Frábært að vera 12ára nema þegar maður missir alltíeinu stjórn á sér og verðir ógeðslega reiður, pirraðu, fúll eða eitthvað!! Svo stundum verður maður ógeðslega leiður bara útaf engu, eða jafnvel fer að gráta undan einhverri stríðni eða eitthvað sem maður hefði aldrei gert þegar maður var 10eða11ára eða eitthvað svoleiðis....Þetta finnst mér allveg ömurlega fúlt :( Svo eru allir kennararnir (eða allavega flestir) á móti okkur í bekknum mínum af því að við erum svona!! Það finnst mér allveg rosalega pirrandi. Ég bara mæli með því að láta fólk vita hvernig manni líður enn ekki fela það! Og fyrir þá sem eru ekki orðnir 12, bara ekki verða ofboðalega pirrandi manneskjur áður enn þið verðið 12, því að þá er líklegt að allir kennarar verði svona eins og hjá mér, sem er Ekki gaman!! Og fullorðið fólk.. Reynið að sætta ykkur við það að krakkarnir ykkar eru á því stigi sem að tilfinningarnar eru allveg að missa sig!! Takið smá tillit til okkar! Ég meina það. Sérstaklega kennarar, ég vona að það séu einhverjir kennarar að lesa þetta núna því að þá kannski vitiðið svona nokkurnvegin hvernig okkur líður! ég veit allveg að við getum verið pirrandi og allt það en við erum samt svona og getur ekkert gert að því akkúrat í augnablikinu. Þetta er staðreynd sem þið þurfið að sætta ykkur við! Bara muna það að láta fólk vita hvað þið viljið krakkar, það er miikið betra!

En jæja, nú ætla ég að hætta að pína ykkur með þessu! En endilega commenta ef þið eruð alls ekki sammála þessu eða þá að þið viljið segja bara eitthvað um þetta :)
Bæjj:D


ps. ef þið hafið séð Msn-broskallana þá lýsa þeir því eiginlega hvernig 12ára krakkar eru! Og þeir geta verið þeir allir í einu! Bara muna að taka tillit Takk :D

sunnudagur, 23. mars 2008

Rassabloggið ;)

Hæmms :D

Hérna er ógeðslega mikill snjór, sem mér finnst frekar ömurlegt..:(
Hann er búinn að fara illa með rassinn minn :( Það var nefnilega þannig að ég fór út og renndi mér á rassaþotu og niður allar brekkurnar á Flöyen um daginn!! Svo núna áðan þá fórum við aftur með sleðann og rassaþotuna og ég renndi mér niður pínkuponsuoggusmábrekku og það var Alltoof mikið fyrir rasinn minn :s Ég er að drepast í rassinum og með harðsperrur í maganum líka! Það finnst mér soldið of mikið. Svo að ég vil bara annaðhvort fá rassinn í lag eða snjóinn burt!! Snjóinn burt þýðir líklega rigning svo að ég vil bara frekar fá rassinn í lag ;)
En jámms Gleðilega páska aftur :D

Bæjj(L)

Hallo !



eg er nuna i einhverjum skola ad bida eftir ad pabbi se buinn ad taka einhverjar myndir og eitthvad. thad eru bara norskir stafir a thessari tølvu svo thad er thess vegna sem eg skrifa thetta svona ;) eg hef ekkert ad segja, bara langadi til ad blogga eitthvad bull svo ad.........jaaa......

bara sjaumst:D Bæjj(L)

Gleðilega páska :D

Gleðilega páska og njótið páskaeggjanna ;D


Eru ekki annars páskar í dag ?? Ég er orðin allveg rugluð.. ég bara get ekki munað hvaða dagur og dagsetning er :s Enjá, ég vona samt að þið njótið páskaeggjanna og soleiðis:)
....hér kemur það sem er búið af deginum mínum.......

Pabbi vakti mig og sagði mér að koma framm eftir smá stund að fá mér að borða.. ég lá uppi í rúmi og var að hugsa um eitthvað (ég bara get ekki munað hvað) og þá sofnaði ég aftur ;) Svo kom pabbi aftur inn og vakti mig og Röskva kom líka :D Þau fengu mig loksins á fætur og ég fékk mér brauð með osti að borða. Svo fór ég framm í stofu og við horfðum á mynd saman. Hún var ógeðslega skemmtileg :D Þetta var bæði leikin og teiknuð mynd, það er mjög skemmtileg blanda :) En jápps svo byggði ég "ránflugvélina" með Röskvu og fór síðan í tölvuna, inná msn og er að blogga þetta litla skrítna blogg ;)  
núna ætla ég að fara að segja öllum að lesa þetta, commenta og kjósa í skoðanakönnununum :D
sjáumst :D:D(L)

laugardagur, 22. mars 2008

Hæjj:D

Hæjj elsku allir á íslandi (L)


eg er að fara að sofa akkúrat núna svo að þið verðið að bíða þangað til á morgun eftir bloggi :)
en ég vildu bara segja Hæ og Bæ (L)

Saknykkar

eg:)

föstudagur, 21. mars 2008

Hæmms :D


DSC01785
Originally uploaded by ranstelpa.

núna er ég skoo í stuði :)
ég var að leika mér að myndu og það er Bara skemmtilegt :D

hérna á þessari mynd eru Benni, einhver, Bjarki og Hlynur :)
sjáumst !

rassaþotupáskar..

Hæjj :D

það er kominn geðveikt skemmtilegur snjór hérna..:)
það eru allir á sleðum og rassaþotum uppi á fjalli og renna sér niður!
það er geðveikt skemmtilegt!!! ég var áðan að leysa einhverja páskaþraut uppi á fjalli og við tókum með okkur sleða og rassaþotu og ég renndi mér niður næstum alla leiðina heim:D
mér varð soldiðo illt í rassinum og maganum af því en það er allveg þess virði ! maður er ekkert að pæla í því hvort að manni sé illt í rassinum eða ekki, það er svo gaman :D:D
fer kannski aftur út á eftir líka
ætla líka að reyna að setja myndir inná flickr síðuna mína...fer að vinna í því..;)

merkilegasta blogg Heims...! ;)

HallóHallóHallóHallóHallóHallóHallóHallóHalló

Og hvað segisr fólkið gott í dag ??
Ég segi fínt :)
Er að fikta í þessari síðu eitthvað (ég kann ekkert á hana!)
En ég fikta og reyni að fina útúr því, svo að ef það er eitthvað bull hérna þá er það afþví að ég kann ekkert á þetta :D
En jápps..ég fikta....sjáúmzt;)

fimmtudagur, 20. mars 2008

iPod :D



núna er ég búin að setja 3diska af Coldplay inná tölvuna og búin að finna iPod-inn oog búin að setja Coldplay, Beck, og fleira inná hann. Bleiki(nýi) iPod-urinn er alveg að deyja svo að ég hlusta bara á gamla :) 
Hvað er annars að frétta frá íslandi ??
ég væri allveg til í að fá að vita eitthvað hvað þið eruð að gera...

bara hef ekkert að segja núna..:s

bæjj

þriðjudagur, 18. mars 2008

Coldplay bloggið ;D

Hæjj :D

Núna ætla ég að blogga aðeins um Coldplay.. :)
Ef þið hafið einhverja skoðun á þessari hljómsveit þá má kommenta það....

En já, Coldplay er semsagt Geðveikt góð hljómsveit og nokkur góð lög með þeim eru til dæmis Speed Of Sound, Clocks, Yellow, og auðvitað fullt af fleiri lögum :D
Ég er hérna nýkomin af bókasafninu í Bergen og þar var ég að taka 3diska með þeim og er núna að hlusta á einn þeirra. Svo var ég svo sniðug að ætla að setja eitthvað inná iPod-inn minn hjá pabba en þá þarf ég náttúrulega að gleima snúrinni heima svo að ég get ekkert hlaðið hann eða sett neitt inná hann...En þá mundi pabbi eftir því að gamli iPod-urinn minn er hérna hjá honum úti í Noregi svo að ég ætla þá bara að fara að setja hina diskana inná tölvuna og svo inná iPod-inn (þá gamla)..:D Vá hvað ég varð ánægð maðurrrr!! Þvílíkur léttir,..fyrir þá sem ekki vita þá erum ég og iPod-urinn minn mjööög góðir vinir og ég Verð bara að hafa eitthvað til að hlusta á..í iPod helst ;D  
En jaá..ég væri allveg til í að fá Comment um þetta.........(ég og comment..:/)



rán' í Noregi ;D

miðvikudagur, 27. febrúar 2008

HÆTT Í BILI!!!!!

ég er hætt að blogga í bili,...þó að ég hafi ekki bloggað neitt mikið
bara ekki búast við að eg bloggi í soldinn tíma!!

Bless

föstudagur, 22. febrúar 2008

Solheima- eða Ljosheima-brekka ??

Hvort er réttara Ljosheimabrekka eða Sólheimabrekka ??
ég veit um fullt af fólki sem segir Sólheimabrekka en ég held að eg hafi samt fyrst heyrt Ljósheimabrekka svo að það er þess vegna sem ég segi það!!

KOMMENTA!!!!!!!

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Horfiru mikið a sjonvarpið ??

Ég held að þeir sem horfa mikið á sjónvarpið verði á endanum bara einhver teikni- eða bíó-myndapersóna...
en annars átti þetta líka bara að vera bull af því að mér leiðist akkúrat í augnablikinu soldið...

(það má samt commenta þetta)


rán

sunnudagur, 10. febrúar 2008

Komin...:)

Hæææææ!!!


Ég er komin aftur heim til Íslands...úr góða veðrinu í snjoinnn..burrrrrr:(
en eg er nú samt lika glööð að vera komin heim aftur:)(langar samt ekkert svo mikið að fara í skólann, nenni þvi ekki)
Sjáumsstttt-um:)

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

DK...:D

hæhæ...:D


geggjaður öskudagur í dag:D langbesta nammið og góður dagur :) ég var Hjarta
svo a eftir þá er ég að fara til Keflavíkur á eitthvað Flughótel eða eitthvað af því að ég er að fara til Danmerkur á morgun klukkan "snemma"svo að við þurfum ekki að vakna eldeldeldsnemma a morgun:D
en já :) svo kem eg aftur á sunnudaginn svo að ég svara kannski ekki tölvupóstum og svoleiðis...:s

Cyaa!

sunnudagur, 27. janúar 2008

Hugmyndir...???

Einhverjar hugmyndir fyrir síðuna ???
KoMmEnTa...=D

Takktakk!

Brandarar&Gatur!

Ef þið kunnið fleiri brandara, eða hafið svör við gátum þá endilega KoMmEnTiÐ hér:D:D:D

Drauga-Sagan...

...varð ekki góð:(

En það koma brandarar og gátur í staðinn;)


Kv. Rán og Egill'02

Drauga-sagan!

Núna erum við
Egill að vinna í því að gera
Drauga-söguna sem við ætluðum alltaf að gera.
Hún kemur vonandi bráðum ;D

Kv. Rán og Egill'02

mánudagur, 21. janúar 2008

Kennarar!

Ég þoli ekki kennara!
Þeir eru óþolandi!
Þeir verða pirraðir ef maður talar í tímum, ef maður er með húfu í tíma eða tyggjó eða eitthvað!
Hvað er svona pirrandi við það??? Mig langar að vita það.
Ef þið hafið svör endilega kommentið:D

Takktakk:)

fimmtudagur, 10. janúar 2008

ATHUGIÐ!!!

Ef þið eruð ekki fyrir hávaða og læti og svoleiðis Ekki þá fara í 7-.B.S., eða allavega ekki S.B. hópinn!
Og, og, og, og, og, og, HLUSTA Á MUSIK!!! =D

(blebleblebleblebleblebletalitalitalitalitalitalitalitali!)