fimmtudagur, 29. maí 2008

JARÐSKJÁLFTI !!

Þessi líka rosalegi jarðskjálfti sem líklega langflestir fundu fyrir var núna í dag, fimmtudaginn 29.maí 2008, klukkan 15:45, var 6,1 stig á Richter og átti upptök sín suðvestur af Selfossi. Það eru eiginlega bara fréttir um þetta núna og ég ætla að setja soldið af linkum hérna fyri þá sem hafa áhuga..

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/jardskjalfti_vid_ingolfsfjall/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/afar_oflugur_jardskjalfti/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/hrundi_ur_ingolfsfjalli/

http://visir.is/

http://mbl.is/mm/frettir/


þarna er hægt að finna fullt af fleirum fréttum líka... endilega tékka :)

Mér brá hrikalega. Ég var ein heima og var nýbúin að lesa um jarðskjálfta á Selfossi, en ég nennti ekki einusinni að lesa alla fréttina. Svo þegar ég fann sjálf fyrir honum, rétt eftir að ég las næstum frétt um þetta, þá brá mér ógeðslega! Ég hélt að þetta hefði verið ýmindum í mér en svo hringdi amma Dísa og mamma í mig og eitthvða og þá var ég allveg viss um að þetta hefði ekki bara verið ég. Húsið mitt hristist allveg og ég er eiginlega ennþá í svolitlu sjokki, mér brá svo rosalega mikið!!

Og svo er sagt að það gæti komið annar!... ég held að ég bloggi bara meira um þetta á morgun..eða eitthvað.. Sjáumst :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei

det er fint her men jeg forstår ikke en drit....

jeg fisket min side..
den er www.mixy96.piczo.com

Hilsen MILICA