laugardagur, 17. maí 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna !!

Þjóðhátíðardagur Norðmanna, Nygård Skole, fleira..?



Þjóðhátíðardagur Norðmanna:
Í dag, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Norðmanna !
Það er örugglega ógeðslega gaman hjá fólkinu þar núna. Það var allavega geðveikt skemmtilegt í Bergen fyrir ári síðan. Þá var ég í Bergen í Noregi í skóla sem heitir Nygård Skole (frábærasti skóli í heimi!!). Við fórum í skrúðgöngu sem fór útum allt (næstum) og það var fullt af fyndnu fólki þar :) Svo fórum við aftur uppí skóla og vorum í leikjum og allskonar :D Síðan um kvöldið, var flugeldasýning. Það var ótrúlega flott. Ég og pabbi fórum uppá Fløyen (sem er fjall) og horfðum NIÐUR á flugeldana! :) Þetta var ótrúlegur dagur, og hann er örugglega líka skemmtilegur núna..:D

Nygård Skole:
Frábærasti skóli sem ég hef verið í er Nygård. Ég var þar í 3mánuði í fyrra og var með frábærum krökkum í bekkjum. Þau voru ótrúlega skemmtileg og góð og bara æðisleg. Ég sakna þeirra ótrúlega mikið :'(
Ég tala samt soldið við þetta fólk ennþá inná Msn og vona að ég geti hitt þau einhverntíman þegar ég fer til Bergen aftur :D

Fleira..?:
Krakkar í Vogaskóla (eða bara fólk sem ég þekki), ég ætla ekki að spyrja eftir fólki sem spyr ekki eftir mér! Ef þið viljið að ég spyrji stundum eftir ykkur veriðið að spyrja stundum líka eftir mér...ég nenni ekki að standa í því að vera alltaf að spyrja eftir öllum og sitja svo bara heima á rassinum þegar ég nenni ekki að fara til allra eða hringja!!
Takk fyrir mig.

3 ummæli:

Unknown sagði...

eg snakke norske! eða nei það var danska:S en allavega flott blogg, vona að ég fái einhvern tíman að fara til Gamle Norge.

Nafnlaus sagði...

kul kul .... <33
fårstår litt...;)
hilsen milica

thorir vidar sagði...

það var líka hálf tómlegt að þramma í gegnum bæinn án þín...

og af því við höfðum enga stóra stelpu í skóla, sem við gátum þrammað með í skrúðgöngu, þá urðum við að stelast inn í röðina... fyrst með einhverjum sem hétu barnas sjakklubb (skákklúbbur krakkanna), en þau voru bara 7 eða 9 amk mjög fá og voru ekkert súr að fá ókunningja í heimsókn ,-) og svo af því við þurftum að hoppa af þá gengum við næst með varegg sem hefði kannski verið ókei ef þú værir ennþá hjá okkur og hlaupandi orientering en þau voru dáldið mikið fleiri en 7 eða 9 svo ég held ekki að neinn hafi tekið ægilega vel eftir okkur... svo gafst ég upp á þessu skrúðgöngulabbi, en ekki m&r svo þær laumuðu sér inn enn einu sinni og í þetta sinn með gular held ég (gular er enn eitt íþróttafélagið) ....

nennirðu amk að vera hérna eftir ár svo við getum gengið í skrúðgöngu án þess að finnast við vera glæponar ,-))