miðvikudagur, 7. maí 2008

Afhverju ?

Það er fólk með mér í bekk (og líka fleiri held ég) sem finnst ég ömurleg. Þetta fólk getur hins vegar ekki látið mig vera. Ef ég er svona ömurleg afhverju lætur þetta fólk mig þá ekki bara vera ?!? Annað hvort þarf þetta fólk að hunsa mig eða þá að það er ógeðslega leiðinlegt við mig og lætur mig ekki vera. Hvað hef ég gert ykkur ? Hvað hef ég gert til þess að þið hafið einhverja ástæðu til að HATA mig ?? Ég er örugglega ekkert ógeðslega saklaus en það er fólk sem hatar mig útaf engu. Ég veit til dæmis um eina manneskju (sem ég ætla ekki að nafngreina) sem hatar mig mjög bókstaflega en getur ekki sagt mér afhverju. Þessi manneskja getur ekki látið mig vera. Þarf stanslaust að tala við mig og segja mér hvað ég sé ömurleg eða hunsa mig. Hvernig nennir fólk þessu ?? Ef þið hatið einhvern látið hann þá bara vera í staðinn fyrir þetta. Takk fyrir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já skil þig alveg, það gerðist einmitt það sama við mig í vikunni:/

Kv. Úlfur