þriðjudagur, 17. júní 2008

þjóðhatíðardagur íslendinga.. 17.júní :)

Hæjj :D

í dag er 17.júní = þjóðhátíðardagur íslendinga :)
það er geðveikt gott veður hérna (allavega í rvk) og það er vonandi góð stemning niðrí bæ. ég ætla samt ekki strax niðrí bæ.. ég ætla að fara fyrst í sturtu og svo förum við held ég bara einhverntímann seinni partinn niðrí bæ og horfum á einhverja tónleika eða eitthvað. svo má maður auðvitað ekki missa af flugeldunum ;)

en já, ég ætla líka að blogga pínu um bæinn :)
það er uppáhaldsstaðurinn minn núna :D
ég fer geðveikt oft á bókasafnið og skoða geisladiskana. tek strætó niðrí bæ, fer á bókasafnið að skoða diskana og labba svo í gegnum bæinn og á hlemm og tek strætó til baka..
það er geeðveikt skemmtilegt, en bara eitt sem ég skil ekki.. afhverju nennir aldrei neinn með mér..? eða þeir sem ég er búin að spyrja segja allir bara "nei, mér finnst ekki gaman í bænum" eða eitthvað svoleiðis. ég var búin að fá svona svör nokkrum sinnum.. þangað til að ég spurði Haffa hvort hann nennti með mér :) þá sagði hann bara "já :)". þið getið ekki ýmindað ykkur hvað ég varð glöð :D ég varð bara einn stór broskall xD

en núna ætla ég að hætta þessu og blogga bara seinna um það hvað ég gerði í dag (17.júní)
bæjj

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gleðilegan þjóðhátíðardag fínasta stelpa! - pabbi