ég er með þann leiðinlega ávana að naga á mér neglurnar. það er frekar ömurlegur óvani.
um daginn sat ég í sófanum og var ekki að gera neitt nema bara að naga neglurnar. svo sá ég að það var naglalakk á borðinu sem mér fannst soldið flott á litin svo ég ákvað að prófa það. ég er enginn snillingur í naglaeinhverju svo það var soldið útum allt.. en allavega. þegar þetta var þornað þá fattaði ég það að ég var ekki að naga neglurnar! svo var ég með það í nokkra daga og á þeim tíma nagaði ég ekkert (eða allavega mjöög lítið). það eina sem ég gerði við neglurnar á mér var að reyna að kroppa naglalakkið af (sem virkaði ekkert alltof vel).
en já, semsagt, ég fann það út að ef ég er með naglalakk þá naga ég minna ! þú sem ert að lesa þetta.. ef þú nagar skaltu prófa þetta..kannski er ég bara skrítin að þetta virki, ég veit ekki, en bara allir að prófa :)
nú nenni ég þessu ekki lengur. blessbless
föstudagur, 10. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli