fimmtudagur, 29. maí 2008

JARÐSKJÁLFTI !!

Þessi líka rosalegi jarðskjálfti sem líklega langflestir fundu fyrir var núna í dag, fimmtudaginn 29.maí 2008, klukkan 15:45, var 6,1 stig á Richter og átti upptök sín suðvestur af Selfossi. Það eru eiginlega bara fréttir um þetta núna og ég ætla að setja soldið af linkum hérna fyri þá sem hafa áhuga..

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/jardskjalfti_vid_ingolfsfjall/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/afar_oflugur_jardskjalfti/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/hrundi_ur_ingolfsfjalli/

http://visir.is/

http://mbl.is/mm/frettir/


þarna er hægt að finna fullt af fleirum fréttum líka... endilega tékka :)

Mér brá hrikalega. Ég var ein heima og var nýbúin að lesa um jarðskjálfta á Selfossi, en ég nennti ekki einusinni að lesa alla fréttina. Svo þegar ég fann sjálf fyrir honum, rétt eftir að ég las næstum frétt um þetta, þá brá mér ógeðslega! Ég hélt að þetta hefði verið ýmindum í mér en svo hringdi amma Dísa og mamma í mig og eitthvða og þá var ég allveg viss um að þetta hefði ekki bara verið ég. Húsið mitt hristist allveg og ég er eiginlega ennþá í svolitlu sjokki, mér brá svo rosalega mikið!!

Og svo er sagt að það gæti komið annar!... ég held að ég bloggi bara meira um þetta á morgun..eða eitthvað.. Sjáumst :D

sunnudagur, 25. maí 2008

Dima Bilan og skautarnir unnu..;)

Eurovision..:

Lögin komu í þessari röð.. í úrslitakeppninni í Belgrad 24.maí 2008


Nr.LandLagFlytjandi
1RúmeníaPe-o Margine De LumeNico & Vlad
2BretlandEven IfAndy Abraham
3AlbaníaZemrën E Lamë PengOlta Boka
4ÞýskalandDisappearNo Angels
5ArmeníaQele, QeleSirusho
6Bosnía HersegóvínaPokušajLaka
7ÍsraelThe Fire In Your EyesBoaz
8FinnlandMissä Miehet RatsastaaTeräsbetoni
9KróatíaRomancaKraljevi Ulice & 75 Cents
10PóllandFor LifeIsis Gee
11ÍslandThis Is My LifeEuroband
12TyrklandDeliMor ve Ötesi
13PortúgalSenhora Do Mar (Negras Águas)Vânia Fernandes
14LettlandWolves Of The SeaPirates Of The Sea
15SvíþjóðHeroCharlotte Perrelli
16DanmörkAll Night LongSimon Mathew
17GeorgíaPeace Will ComeDiana Gurtskaya
18ÚkraínaShady LadyAni Lorak
19FrakklandDivineSébastien Tellier
20AserbaídsjanDay After DayElnur & Samir
21GrikklandSecret CombinationKalomira
22SpánnBaila El Chiki ChikiRodolfo Chikilicuatre
23SerbíaOroJelena Tomaševic feat. Bora Dugic
24RússlandBeliveDima Bilan
25NoregurHold On Be StrongMaria



og svona voru úrslitin


1.
Rússland 272
2.
Úkraína
230
3.
Grikkland
218
4.
Armenía
199
5.
Noregur
182
6.
Serbía
160
7.
Tyrkland
138
8
Aserbaídsjan
132
9.
Ísrael
124
10.
Bosnía-Hersegóvína
110
11.
Georgía
83
12.
Lettland
83
13.
Portúgal
69
14.
Ísland
64
15
Danmörk
60
16.
Spánn
55
17.
Albanía
55
18.
Svíþjóð
47
19.
Frakkland
47
20.
Rúmenía
45
21.
Króatía
44
22.
Finnland
35
23.
Þýskaland
14
24.
Pólland
14
25.
Bretland
14


Dima Bilan vann fyrir Rússland í ár, 2008, með 272stig. Við íslendingar urðum í 14sæti með 64stig! Mér er eiginlega allveg sama,, vegna þess að við vorum ofar en svíþjóð. mér fannst hún ekki hafa átt að koma aftur og keppa...bara lúðalegt að mínu mati.

Ég kaus ekkert.. og það voru nokkur lönd sem ég "hélt með".


Ég fann listana og soldið af upplýsingum á http://www.ruv.is/heim/vefir/eurovision/ . þar getiðið séð meira um keppnina...

laugardagur, 17. maí 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna !!

Þjóðhátíðardagur Norðmanna, Nygård Skole, fleira..?



Þjóðhátíðardagur Norðmanna:
Í dag, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Norðmanna !
Það er örugglega ógeðslega gaman hjá fólkinu þar núna. Það var allavega geðveikt skemmtilegt í Bergen fyrir ári síðan. Þá var ég í Bergen í Noregi í skóla sem heitir Nygård Skole (frábærasti skóli í heimi!!). Við fórum í skrúðgöngu sem fór útum allt (næstum) og það var fullt af fyndnu fólki þar :) Svo fórum við aftur uppí skóla og vorum í leikjum og allskonar :D Síðan um kvöldið, var flugeldasýning. Það var ótrúlega flott. Ég og pabbi fórum uppá Fløyen (sem er fjall) og horfðum NIÐUR á flugeldana! :) Þetta var ótrúlegur dagur, og hann er örugglega líka skemmtilegur núna..:D

Nygård Skole:
Frábærasti skóli sem ég hef verið í er Nygård. Ég var þar í 3mánuði í fyrra og var með frábærum krökkum í bekkjum. Þau voru ótrúlega skemmtileg og góð og bara æðisleg. Ég sakna þeirra ótrúlega mikið :'(
Ég tala samt soldið við þetta fólk ennþá inná Msn og vona að ég geti hitt þau einhverntíman þegar ég fer til Bergen aftur :D

Fleira..?:
Krakkar í Vogaskóla (eða bara fólk sem ég þekki), ég ætla ekki að spyrja eftir fólki sem spyr ekki eftir mér! Ef þið viljið að ég spyrji stundum eftir ykkur veriðið að spyrja stundum líka eftir mér...ég nenni ekki að standa í því að vera alltaf að spyrja eftir öllum og sitja svo bara heima á rassinum þegar ég nenni ekki að fara til allra eða hringja!!
Takk fyrir mig.

fimmtudagur, 15. maí 2008

Sumar :-)

Jesss!
Núna er sko komið sumar hjá mér:D (allavega svona næstum). Ég var að lesa fréttir á mbl.is og þá fann ég fréttir um það að það værið allt að 17stiga hiti í dag og það var einhverri götu lokað útaf góða veðrinu :D

Við fengum að læra úti í skólanum í dag,.. í eðlisfræði. Við fengum að fara út að lesa en það var svo ógeðslega heitt úti líka að við vorum að bráðna!

Svo í gær þá var ég að leika við Benna, Arnar og Hauk og vorum að "vökva garðinn hans Benna" og þá þurftu þeir náttúrulega líka að vökva mig. Ég var Rennandi-blaut! Svo þurfti ég að fara heim að borða, en þegar ég kom heim þá fékk ég að vita það að ég gæti verið úti í klukkutíma í viðbót. Þá fór ég í aðrar buxur (mínar voru ennþá rennandi) og svo hljóp ég aftur út, náði í Sunnu ogvið fórum til strákanna. Haukur var farinn en Benni og Arnar voru í vatnsstríði með Haraldi (Arnar og Benni á móti Haraldi). Ég og Sunna fórum að fylla flöskur fyrir þá og eitthvað..:) Svo þurfti ég að fara :(

Við borðuðum úti á svölum þegar ég kom heim og svo fórum við útí ísbúð og síðan fór ég með mömmu á æfingu hjá Norðlingaskóla :D

Jámm... þetta er held ég byrjunin á sumrinu á Íslandi :-)
Kveðja,
rán,, sem er komin í eurovision-stuð ;):')

miðvikudagur, 7. maí 2008

Afhverju ?

Það er fólk með mér í bekk (og líka fleiri held ég) sem finnst ég ömurleg. Þetta fólk getur hins vegar ekki látið mig vera. Ef ég er svona ömurleg afhverju lætur þetta fólk mig þá ekki bara vera ?!? Annað hvort þarf þetta fólk að hunsa mig eða þá að það er ógeðslega leiðinlegt við mig og lætur mig ekki vera. Hvað hef ég gert ykkur ? Hvað hef ég gert til þess að þið hafið einhverja ástæðu til að HATA mig ?? Ég er örugglega ekkert ógeðslega saklaus en það er fólk sem hatar mig útaf engu. Ég veit til dæmis um eina manneskju (sem ég ætla ekki að nafngreina) sem hatar mig mjög bókstaflega en getur ekki sagt mér afhverju. Þessi manneskja getur ekki látið mig vera. Þarf stanslaust að tala við mig og segja mér hvað ég sé ömurleg eða hunsa mig. Hvernig nennir fólk þessu ?? Ef þið hatið einhvern látið hann þá bara vera í staðinn fyrir þetta. Takk fyrir.

sunnudagur, 4. maí 2008

Stjörnuspár..

Góða kvöldið :D (sem er reyndar ekkert sérstaklega gott...)
Núna ætla ég að blogga um stjörnuspár..:D

Þú getur farið inná http://www.mbl.is/mm/folk/stjornuspa/ og fundið þar stjörnuspánna þína. Svo er líka hægt að kíkja í flest blöð sem þú færð send heim, þar eru oftast stjörnuspár svona frekar aftarlega. Þetta hérna er stjörnuspáin fyrir Vogina þann 4.mars 2008: VOG 23. september - 22. október Að skilja eitthvað eftir sig felst ekki í því að vera í flottum fötum, segja eða gera það rétta. Það sem skipir máli er að vera til staðar, þegar og þar sem þín er þörf.
Og þetta er Sporðdrekinn: SPORÐDREKI 23. október - 21. nóvember Ekki láta hendur fallast þótt þú sért umkringdur fráhrindandi fólki. Notaðu ástríðuna þína. Einbeittu þér að því að láta allt ganga upp.
Þetta er allveg rétt (allavega um Vogina).

Ég verð að segja það að þetta er ótrúlegt. Ég get ekki trúað því að þetta sé tilviljun því að það hefur gerst svo oft,.. bara næstum alltaf þegar ég les stjörnuspánna (sem er nánast á hverjum degi) þá er það rétt.
Benni, þetta blogg er eiginlega til þín afþví að þetta er svo hárrétt,.. Ég pæli ekki mjög oft í stjörnuspám annarra merkja en ég gerði það núna og bara,.. ég er orðlaus. Þetta er fáránlegt! Og þetta: Það sem skipir máli er að vera til staðar, þegar og þar sem þín er þörf. , þetta er mjöög satt! :D

Sjáumst..