mánudagur, 7. september 2009

jæja !

nú er bara komið hálft ár eða eitthvað síðan ég bloggaði seinast !
ég ætla að reyna að vera aðeins duglegri í vetur og reyna að blogga kannski bara alltaf á föstudögum eða eitthvað svoleiðis. ég þarf bara að finna einhvern góðan dag sem ég þarf ekki að læra heima allan daginn.. en jáá. kannski ég segi soldið frá sumrinu mínu í staðinn fyrir að lofa (aftur) að byrja að blogga meira.. hehe.

júní:
í júní eru skólaslitin. þau eru alltaf í byrjun júní. ég reyndar missti af þeim vegna þess að ég var uppí bústað ;P
svo var unglingavinnan líka í júní. það var geeðveikt :) 3 vikur af stuði. 1. vikuna vorum við bara að leika okkur. fórum á kajak og fleira skemmtilegt. svo í annari vikunni fórum við á Hátún og fengum að kynnast því svolítið. 3 vikan var nokkuð sérstök.. þá vorum við á Dalbraut með gamla fólkinu í 3 daga, einn dagur var bara úti með hinum hópunum að hafa gaman og svoleiðis.. seinasta daginn komst ég ekki afþví að ég var í flugvél á leiðinni til noregs :)

júlí:
þá var ég hjá pabba í norge og það var sko bara ææði :D ég var þar í ca 3 vikur. fyrst voru linda frænka, amma dísa og gretar líka en þau voru bara rosa stutt.
það var sko svakalega skemmtilegt þar.
ég og pabbi löbbuðum t.d. af ulriken yfir á fløyen með svona risa bakpoka og og tjald og þannig.
síðan kom ég heim í 2 daga eða eitthvað svoleiðis, náði í nýjan passa og fór svo daginn eftir til danmerkur með mömmu, ömmu, langömmu og fleirum.. ! :) við fórum í bústað einhversstaðar "útá landi" í viku og svo fórum við til køben í nokkra daga.
það var svakalega gott að koma heim aftur eftir þetta frábæra ferðalag ( :

ágúst:
mjög afslappaður mánuður alveg þangað til að skólasetningin var, þann 24. bekkjunum var breytt og við fengum heimanám á fyrsta deginum. :/

september:
já, nú er víst kominn 7. september. skólinn á fullu, allir geggja busy.


núna held ég að þetta sé komið í bili..
ég reyni að blogga meira bráðum. (ætla nú samt ekki að lofa neinu.. heh)
cyaa =D

Engin ummæli: