mánudagur, 7. september 2009

jæja !

nú er bara komið hálft ár eða eitthvað síðan ég bloggaði seinast !
ég ætla að reyna að vera aðeins duglegri í vetur og reyna að blogga kannski bara alltaf á föstudögum eða eitthvað svoleiðis. ég þarf bara að finna einhvern góðan dag sem ég þarf ekki að læra heima allan daginn.. en jáá. kannski ég segi soldið frá sumrinu mínu í staðinn fyrir að lofa (aftur) að byrja að blogga meira.. hehe.

júní:
í júní eru skólaslitin. þau eru alltaf í byrjun júní. ég reyndar missti af þeim vegna þess að ég var uppí bústað ;P
svo var unglingavinnan líka í júní. það var geeðveikt :) 3 vikur af stuði. 1. vikuna vorum við bara að leika okkur. fórum á kajak og fleira skemmtilegt. svo í annari vikunni fórum við á Hátún og fengum að kynnast því svolítið. 3 vikan var nokkuð sérstök.. þá vorum við á Dalbraut með gamla fólkinu í 3 daga, einn dagur var bara úti með hinum hópunum að hafa gaman og svoleiðis.. seinasta daginn komst ég ekki afþví að ég var í flugvél á leiðinni til noregs :)

júlí:
þá var ég hjá pabba í norge og það var sko bara ææði :D ég var þar í ca 3 vikur. fyrst voru linda frænka, amma dísa og gretar líka en þau voru bara rosa stutt.
það var sko svakalega skemmtilegt þar.
ég og pabbi löbbuðum t.d. af ulriken yfir á fløyen með svona risa bakpoka og og tjald og þannig.
síðan kom ég heim í 2 daga eða eitthvað svoleiðis, náði í nýjan passa og fór svo daginn eftir til danmerkur með mömmu, ömmu, langömmu og fleirum.. ! :) við fórum í bústað einhversstaðar "útá landi" í viku og svo fórum við til køben í nokkra daga.
það var svakalega gott að koma heim aftur eftir þetta frábæra ferðalag ( :

ágúst:
mjög afslappaður mánuður alveg þangað til að skólasetningin var, þann 24. bekkjunum var breytt og við fengum heimanám á fyrsta deginum. :/

september:
já, nú er víst kominn 7. september. skólinn á fullu, allir geggja busy.


núna held ég að þetta sé komið í bili..
ég reyni að blogga meira bráðum. (ætla nú samt ekki að lofa neinu.. heh)
cyaa =D

föstudagur, 20. mars 2009

svona var árshátíðin hjá okkur ótrúlega flott !!

VÁÁÁ !!

árshátíðin var geeeðveik !
krakkarnir sem skipulögðu þetta eiga skilið virkilega gott hrós.
þetta var sko bara snilld.
þegar maður labbaði inn voru svona ljósmyndarar og slúðurfólk og svo labbaði maður upp stigann (inn í himnaríki) og svo niður teppastigann sem má aldrei labba í. í salnum voru svo borð með myndum af öllum þar sem þeir áttu að sitja.
maturinn var ótrúlega góður. TAKK Óðinn kokkur ! :)
það voru líka skemmtiatriði sem voru frábær.
hljómsveitin últra mega teknó bandið stefán kom og spilaði. þeir eru mega flottir.
leynigestur var ingó (ingó og veðurguðirnir, ingó úr idol, undir regnbogann sem var í 2. sæti í eurovision hérna heima). hann er alltaf jafn hress. hann kom líka á samfés og er algjör stuðbolti.
minni karla og kvenna var líka BRJÁLAÐ!. úlli reyndar rústaði þessu með ræðunni sinni um konur !!
eftirrétturinn var rosalega góður. það var súkkulaðigosbrunnur og allt !
síðan var ballið. sólveig var í svaka stuði og allstaðar þar sem hún var var stuð :)
dj-inn var líka góður. það var fín tilbreyting að hafa lög rúllandi í staðinn fyrir fullt af krökkum sem skipta endalaust um lög.
og heyrðu já, skreytinarnar ! árshátíðarnefndin var allan daginn að skreyta og gera flott, blása í blöðrur og hengja upp seríur, setja "himnavatn"miða á allar gosflöskurnar og allt þetta sem þarf að gera. vá hvað þau voru dugleg.
þetta var sjúklega flott árshátíð.!! :D


í dag var kósídagur í skólanum. við komum ekki fyrr en kl 9:50, í náttfötum, og vorum svo bara að horfa á mynd, borðuðum kakósúpu, kláruðum myndina og fórum heim kl. 13
ótrúlega næs svona daginn eftir árshátíð :D


myndirnar sem voru teknar veit ég ekki ennþá hvar eru... ættu bara að vera á leiðinni inná buskasíðuna eða eitthvað svoleiðis..

þetta var frábært.
takk.

fimmtudagur, 19. mars 2009

19. mars 2009

halló


nú er bara komið að ÁRSHÁTÍÐINNI :D
hún verður í kvöld kl 19 - 24 í sal skólans.
það eru allir ótrúlega spenntir og árshátíðarnefndin er á fullu að plana og skreyta og svoleiðis.
ég held að þetta verði mjög flott. það verður DJ, leynigestur, flottur matur, happdrætti, frábært fólk og æðisleg stemning ! allt þetta fyrir 2800 kall.

þetta er líka búinn að vera ótrúlega "næs" dagur.
í samfélagsfræði fórum við yfir prófið sem við tókum um daginn, fengum einkunnir og horfðum svo bara á mynd. síðan í ensku vorum við líka að horfa á mynd. í dönsku vorum við eiginlega bara að tala.. skólastjórinn kom og talaði við okkur um sófann (sem ég segi ykkur kannski frá seinna) og svo lásum við reyndar pínu í einhverri bók. í íslensku horfðum við á Skrekk frá því 2006 og í stærðfræði fór allt unglingastigið niðrí skála. þar var svo hljómveit, sem ég man ekki hvað heitir, sem Valli er í og einhverjir úr Langó. svo sungum við öll saman einhver nokkur lög. síðan fengum við pizzu í matinn :P skólinn var búinn hjá öllum 8., 9. og 10. bekkingum kl. 13:00 :)

síðan á eftir er árshátíðin!!

á morgun fáum við frí í fyrstu 2 tímunum vegna þess að árshátíðin er búin svo seint... þurfum ekki að koma í skólann fyrr en klukkan 9:50 (í staðin fyrir 8:10 !)
það er svona "kósí-dagur" á morgun, allir að mæta í náttfötum eða eitthvað svona kósí.


þá held ég bara að þetta sé allt komið í bili :D
eigið góðan dag. :)

laugardagur, 24. janúar 2009

kærleikar

góðan dag. :)

hér sit ég og hlusta á FM kærleik og blogga...
í dag langar mig að segja ykkur frá FM kærleik og kærleiksballinu.


FM kærleikur..

er útvarpsstöð sem krakkar í Vogó, Langó og Laugó eru með. þessir krakkar eru í 8. - 10. bekk
allir sem vilja mega vera með þátt. útvarpsstöðin er bara í viku og er sú langbesta líklega bara í öllum heiminum! (btw. ég, sunna og sólveig verðum með þátt á þriðjudaginn kl. 4. Allir að hlusta;))

KÆRLEIKSBALLIÐ !..

verður 28.janúar 2009
800kr. inn, Heiðar Austmann verður DJ og það verður í Langholtsskóla.....


www.kaerleikar.tk !


sjáumst seinna :D

föstudagur, 9. janúar 2009

2oo9 !!

Jæja.
það er víst komið nýtt ár..og ég er ekkert búin að blogga síðan 10. okt!
pabbi minn og langamma áttu afmæli í okt,, og ég líka :)
svo í nóvember átti diljá litla systir mín afmæli og líka diljá í bekknum mínum. svo líka fullt af fleira fólki. í desember voru jól og í skólanum fórum við saman á skauta nema auðvitað gat ég ekki skautað.. ég festist í hálsinum og eitthvað bull svo ég fór bara uppá bráðamótöku í staðinn :/ en svo viku á undan var snjór og geðveikt gaman.. og þá datt ég á hendina mína og það blæddi inná vöðva eða eitthvað svoleiðis.
en já. núna er bara komið árið 2oo9 ! :)
skólinn byrjaður aftur eftir fríið og allt dótið komið á fullt. bróðir minn átti t.d. afmæli um daginn,, orðinn 7 ára polli.
enenenen.. nú veit ég ekki hvað ég er að gera...
mig langar ógeðslega mikið niðrí bæ, en bara ekki ein og svo er auðvitað enginn sem nennir að gera neitt í þessum innipúkabekk mínum....! ég þoli það ekki!! svo ég hef ekkert að gera í dag..ég gæti reyndar farið í Shokk (það er einskonar líkamsrækt fyrir krakka) en þá færi ég líka ein og ég er ekki viss um að ég nenni því.
en já, heyrðu,, viti'ðið eitthvað um nýjsta iPodNano og iTunes.? ég get ekki sett musikina af tölvunni minni inná iPod-inn :/ það þarf bara eitthvað nýrra iTunes og eitthvað bull.... svo get ég ekki downloadað því og svaka vesen.. ef þið vitið um eitthvað sem ég get gert til að geta notað þetta tæki þá megi'ðið endilega láta mig vita ;D
nú ætla ég að fara að gera eitthvað..bææbæ :)