föstudagur, 18. maí 2007

þjoðhatiðardagur NORÐMANNA (i gær)

Hæ hæ allir !!!

Í gær ætlaði ég að blogga svolítið en ég bara náði ekki að klára það svo að hér kemur bæði blogg fyrir gærdaginn og langt fram á kvöld og svo er líka blogg fyrir daginn í dag =D
hér er 17.maí, þjóðhátíðardagur norðmanna :


í gær vaknaði ég á milli 7 og 8 og fékk mér að borða og allt svoleiðis =D
svo fórum ég pabbi og röskva niður í NYGÅRD SKOLE og við fórum í skrúðgöngu og þurftum að bíða og bíða og á meðan við biðum þá komu mamma og pabbi hennar marte
svo loksins fórum við eitthvað áfram og þegar við vorum komin svolítið áfram þá kom marte =D
svo löbbuðum við út um allt og komum svo loksins aftur í skólann, þá vorum bara ég og pabbi eftir því að allir hinir fóru heim til mömmu og pabba marte (bestefar og mormor eins og þau eru kölluð) þegar við vorum svo búin að vera í pínu stund í skólanum þá fórum við í búðina sem er við hliðina á skólanum og ég keypti mér NAMMI =D=D=D þegar ég var búin að því þá fórum við aftur í skólann en bara í pínu stund
svo átti held ég að vera eitthvað skemmtilegt í skólanum en þá misstum við að minnsta kosti af því :( af því að þá vorum við líka farin til bestefar og mormor og svo þegar við vorum búin að vera þar í svolitla stund þá fórum við (ég og pabbi) heim
þar vorum við í svolitla stund og ég lagði mig í klukkutíma svo fórum ég og pabbi upp á fjall að horfa á flugeldasýningu =D
ég fór svo að sofa ógeðslega seint

----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- -----

í dag var ég vakin með því að koma nokkrum sinnum inn til mín og þegar ég var svo alveg að koma þá var held ég farið að hamra á hurðina mína eða eitthvað svoleiðis
síðan átti ég að fara út með röskvu í "SMÁ STUND" og viljiði geta hvað það er langur tími ???
klukkutími :( það er sko EKKI smá stund skal ég segja ykkur en allavega fór ég svo út með hana og við mokuðum og sáum báta og allskonar
svo er búin að vera rigning í allan dag svo að við erum bara búin að vera inni :(
svo áðan þá sáum við öll saman múmínálfana og röskvu finnst þeir held ég meiriháttar skemmtilegir =D ég allavega vona það

ég hafði rosalega fína daga (þ.a.e.s. 17. og 18. maí) og núna kveð ég í bili =D

4 ummæli:

thorir vidar sagði...

jæja... ég átti sko ógislea fínan 17da maí, og alveg ágætan 18da líka,.. ég er amk glaður að þú ert orðin sátt við daginn í dag, eins og þú varst hvínandi reið við mig í morgun.

(hvað er aftur "smá"stund?... ,-)

robbery sagði...

ÞAÐ ER EKKI KLUKKUTÍMI ALLAVEGA

það er...smá stund og smá stund er LANG MEST 15 mín það er þá svona 5-15 mín...


... held ég =D

thorir vidar sagði...

=D

mér thykir vænt um thig stelpa.!!

Unknown sagði...

heh.. þið eruð eins og gömul hjón hérna tuðandi á netinu frekar fyndið það gott að það er gaman hjá ykkkur, ég er farin að hlakka mikið til að hitta stelpuna mína